• Epipen

    LEIÐBEININGAR FYRIR EPIPEN/EPIPEN JR. ADRENALÍN SJÁLFVIRKT INNDÆLINGARTÆKI

    EpiPen/EpiPen Jr. Er einnota, áfyllt, sjálfvirkt inndælingartæki sem gefur adrenalín ef um alvarleg ofnæmisviðbrögð er að ræða. EpiPen/EpiPen Jr. Sjálfvirkt inndælingartæki er hannað til að vera notað af sjúklingnum/umönnunaraðilum til að dæla inn stöðluðum skammti af adrenalíni í utanvert lærið þegar um er að ræða lífshættuleg bráðaofnæmisviðbrögð. Ekki skal sprauta í rassvöðva. Hvert EpiPen/EpiPen Jr. Tæki er aðeins hægt að nota einu sinni.

    Sjúklingar sem eru þyngri en 30 kg eiga að nota EpiPen, en þeir sem eru milli 15 kg og 30 kg eiga að nota EpiPen Jr. Meta þarf í hverju tilfelli fyrir sig hvort EpiPen Jr. Henti börnum undir 15 kg þyngd. Ekki er mælt með notkun hjá börnum sem eru innan við 7,5 kg að þyngd nema við lífshættulegar aðstæður og samkvæmt læknisráði.