• Epipen

  Persónuverndaryfirlýsing Viatris

  Síðast uppfært: September 2020

  Viatris og tengd félög þess og dótturfélög (sameiginlega nefnd „Viatris“, „fyrirtækið“, „við“, „okkar“ og „okkur“) skuldbinda sig í einu og öllu til að vernda upplýsingarnar sem við meðhöndlum sem tengjast persónugreindum eða persónugreinanlegum  einstaklingum („persónuupplýsingar“).

  Þessi persónuverndaryfirlýsing („yfirlýsing“) lýsir því hvernig við söfnum, notum, veitum og geymum persónuupplýsingar í tengslum við vefsíður okkar, öpp (smáforrit), þjónustu og aðra starfsemi, svo og notkun þína á þeim, markaðssetningu okkar og afhendingu á vörum og þjónustu, í samskiptum okkar við þig persónulega, gegnum síma eða með pósti og á annan hátt meðan á rekstri fyrirtækisins okkar stendur. Yfirlýsingin útskýrir einnig hvernig þú getur, í samræmi við gildandi lög, stjórnað meðferð okkar á persónuupplýsingum þínum og nýtt þér önnur réttindi. Þessi yfirlýsing á ekki við um persónuupplýsingar sem varða starfsfólk okkar í tengslum við viðkomandi vinnusamband.

  Háð því með hvaða hætti þú hefur samskipti við okkur, gætum við í ákveðnum tilfellum veitt þér viðbótarupplýsingar um meðferð okkar á persónuupplýsingum þínum sem tengjast tiltekinni vinnslustarfsemi. Sem dæmi má nefna að ef við styrkjum klínískar rannsóknir eða bjóðum heilbrigðisstarfsfólki þjálfun eða aðra þjónustu, gætu sérstakar persónuverndaryfirlýsingar átt við um meðferð okkar á persónuupplýsingum í þeim tilgangi.Við vísum til slíkra yfirlýsinga hér sem „viðbótaryfirlýsinga". Viðbótaryfirlýsingar ber þá að lesa samhliða  þessari yfirlýsingu. Komi hins vegar til misræmis eða ósamræmis milli skilmála viðbótaryfirlýsinganna og þessarar yfirlýsingar skulu viðbótaryfirlýsingarnar ganga framar, en aðeins hvað varðar meðferð persónuupplýsinga sem falla undir umræddan tilgang með vinnslu þeirra.

  Það dótturfyrirtæki eða félag tengt Viatris sem þú átt samskipti við, ef við á, telst ábyrgðaraðili gagna (eða samsvarandi samkvæmt gildandi lögum) og ber þar með ábyrgð á meðferð persónuupplýsinga þinna. Lista yfir viðkomandi lögaðila sem starfa sem ábyrgðaraðilar gagna er að finna í viðauka 1 við þessa yfirlýsingu. Þessir aðilar geta jafnframt haft sérstakar viðbótaryfirlýsingar.

  Við höfum skipað persónuverndarfulltrúa í þeim lögsagnarumdæmum þar sem slíks er krafist samkvæmt gildandi lögum. Hver sem er, í hvaða lögsögu sem er, getur haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar með spurningar um meðferð persónuupplýsinga eða innihald þessarar yfirlýsingar. Vinsamlega skoðið kaflann „Hafa samband“ hér að neðan til að finna upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar.

  Upplýsingar sem ekki eru persónugreinanlegar teljast ekki „persónuupplýsingar“ í skilningi þessarar yfirlýsingar.

  Þessi yfirlýsing samanstendur af eftirfarandi köflum:

  1. Persónuupplýsingar sem safnað er 2. Hvers vegna meðhöndlum við persónuupplýsningar 3. Réttargrundvöllur fyrir meðhöndlun 4. Framsal á persónuupplýsingum 5. Flutningur á persónuupplýsingum yfir landamæri 6. Gagnaöryggi og -geymsla 7. Þitt val og réttindi 8. Upplýsingar um börn 9. Endurskoðun þessarar yfirlýsingar 10. Hafðu samband 11. Upplýsingar varðandi Kaliforníu 12. Viðauki 1

  Athugið að vefsíður okkar, öpp (smáforrit) eða önnur vefsvæði geta verið tengd innihaldi frá þriðja aðila sem við höfum ekki stjórn á og sem við berum ekki ábyrgð á. Þegar þú ferð inn á slík vefsvæði getur viðkomandi þriðji aðili unnið úr persónuupplýsingum um þig óháð þeim tilgangi sem býr að baki vinnslu okkar. Við hvetjum þig til að lesa um vernd persónuupplýsingar þriðja aðila og yfirlýsingar um vafrakökur þegar þú yfirgefur vefsíðu okkar, öpp (smáforrit) eða verkvang.

  1. Persónuupplýsingar sem safnað er

  Viatris eða þriðji aðili sem kemur fram fyrir hönd okkar getur safnað persónuupplýsingum um þig á margvíslegan hátt.. Við gætum safnað persónuupplýsingum sem þú gefur sjálfur upp, svo sem þegar þú skráir þig og stofnar reikning á vefsíðunni okkar, sendir inn atvinnuumsókn til okkar eða skráir þig á vefnámskeið eða í þjálfun. Við getum líka safnað persónuupplýsingum sjálfkrafa þegar þú átt samskipti við okkur, svo sem í gegnum vafrakökur og svipaða tækni, þar á meðal upplýsingar eins og söfnun IP-talna þeirra sem heimsækja vefsíðu okkar (sjá nánari umfjöllun um vafrakökur í lok þessa hluta). Við söfnum einnig persónuupplýsingum frá þriðja aðila, t.d. með því að fá upplýsingar um heilbrigðisvottorð frá þriðja aðila.

  Tegund og magn persónuupplýsinga sem við söfnum um tiltekinn einstakling fer eftir eðli sambands okkar við þann einstakling og í hvaða tilgangi við notum persónuupplýsingarnar.. Við söfnum persónuupplýsingum frá ýmsum hópum, þar á meðal, en ekki takmarkað við, eftirfarandi:

  • Þeim sem heimsækja stafræn svæði í okkar eigu (svo sem vefsíður og forrit)
   • Heilbrigðisstarfsfólki
   • Samstarfsmönnum og fulltrúum þjónustuaðila okkar, birgja, verktaka og viðskiptafélaga
   • Rannsakendum og starfsfólki í vísindasamfélaginu
   • Umsækjendum um starf
   • Þátttakendum í tilraunum.

  Persónuupllýsingar sem þú gefur upp:

  Við söfnum persónuupplýsingum sem þú velur að veita okkur, svo sem þegar þú skráir þig til þátttöku í klínískri rannsókn, svarar könnunum, talar við þjónustuver okkar, tilkynnir um lyfjafræðileg áhyggjuefni og aðrar kvartanir, heimsækir skrifstofur okkar eða sækir um vinnu, auk annarra samskipta.

  Í samhengi við samband þitt er við okkur, gætu upplýsingar sem þú veitir okkur fallið í eftirfarandi flokka persónuupplýsinga:

  • Auðkenni og samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, auknefni, póstfang, netfang, símanúmer, borg, ríki og búsetuland, opinberlega útgefin auðkenni (svo sem vegabréfsnúmer eða ökuskírteini), reikningsnafn og lykilorð, sjúkratrygginganúmer, númer á bankareikningum og kortum og svipuð auðkenni.
   • Lýðfræðilegar upplýsingar, eins og tekjustig þitt, hjúskaparstaða, þjóðerni, kyn, aldur, kynhneigð, fæðingarland, örorkustaða, ríkisfang og atvinnuleyfi.
   • Heilsufarsupplýsingar, svo sem um sjúkdóma sem þú hefur greinst með, einkenni sem þú hefur fundið fyrir eftir inntöku Viatris-vöru, lyfjanotkun, takmarkanir á mataræði og aðrar upplýsingar sem tengjast líkamlegri, andlegri eða tilfinningalegri heilsu þinni.
   • Viðskiptaupplýsingar, svo sem um reikninga, greiðsluskilmála og -fresti, upplýsingar um bankareikninga og upplýsingar um veitta þjónustu.
   • Lífkennilegar upplýsingar, svo sem mælingar á andlitsfalli, lithimnumynstur og aðrar líffræðilegar mælingar.
   • Faglegar upplýsingar,svo sem heilbrigðisleyfisnúmer, núverandi og fyrrverandi vinnuveitendur, núverandi og fyrri laun, námsferill, upplýsingar á ferilskránni þinni sem og myndir og upptökur af þér eða rödd þinni.
   • Óskir og svör í rannsóknum, eins og samskiptavalkostir þínir og svör þín í könnunum, þar með taldar ánægjukannanir viðskiptavina.

  Persónuupplýsingar sem safnað er sjálfkrafa

  Við getum safnað upplýsingum sjálfkrafa, þar með talið persónuupplýsingum, þegar þú átt í samskiptum við okkur, svo sem þegar þú heimsækir stafræn svæði í okkar eigu, lest markaðstilkynningar okkar, þar á meðal tölvupósta, hefur samband við okkur, kaupir vöru af okkur, sækir um vinnu eða mætir á viðburði sem við hýsum, auk annarra samskipta.

  Eftir því hvaða samskipti þú átt við okkur falla persónuupplýsingar sem við söfnum í eftirfarandi flokka:

  • Auðkenni og samskiptaupplýsingar, svo sem auðkenni tækis (t.d. IP- og MAC-tölur, vafrakökuauðkenni, auðkenni tækjaauglýsinga), notandanafn og lykilorð, netfang, símanúmer og svipuð auðkenni.
   • Notkunar- og tækjaupplýsingar, eins og heimsóttar vefsíður, gerð og útgáfa vafra, stilling tímabeltis og staðsetningar, gerðir og útgáfur vafraviðbóta, stýrikerfi og verkvangur, önnur tækni á tækjunum sem notuð eru til að fá aðgang að vefsíðum okkar og öppum (smáforritum), magn upplýsinga sem flutt er, staðsetningarupplýsingar (t.d. fengnar úr IP-tölu eða með GPS), og samskipti við auglýsendur.
   • Heilsufarsupplýsingar, svo sem ályktanir dregnar um sjúkdóma sem þú gætir upplifað út frá vafravirkni þinni.
   • Viðskiptaupplýsingar, svo sem nánari upplýsingar um vörur og þjónustu sem keypt er eða prófuð.
   • Lífkennilegar upplýsingar, svo sem mælingar á andlitsfalli, lithimnumynstur og aðrar líffræðilegar mælingar.

  Við notum vafrakökur og tengda stafræna rakningartækni („kökur“) í tölvupósti okkar og á vefeignum okkar. Þetta getur falið í sér söfnun okkar eða þriðju aðila á persónuupplýsingum um virkni á netinu yfir tíma og þvert á vefsíður þriðju aðila eða þjónustuaðila á netinu. Þú getur lesið yfirlýsingu okkar um vafrakökur til að fá frekari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum. Á þessari stundu bregðumst við ekki við „Do Not Track“ („Ekki rekja“) merkjum vafra eða álíka aðferðum.

  Persónuupplýsingar sem safnað er frá þriðja aðila

  Við getum safnað persónuupplýsingum um þig frá þriðja aðila, svo sem þegar við söfnum tengiliðaupplýsingum frá veitendum markaðslista til að styðja við markaðs- og söluátak okkar, eða þegar við söfnum faglegum leyfisupplýsingum til að sannreyna upplýsingar frá heilbrigðisstarfsmönnum.

  Eftirfarandi eru helstu flokkar þeirra þriðju aðila sem við söfnum persónuupplýsingum frá:

  • Opinberir aðilar sem veita okkur upplýsingar um opinberum gögnum.
   • Opinberir aðilar sem birta opinberar og aðgengilegar upplýsingar
   • Samfélagsmiðlar
   • Söluaðilar markaðslista
   • Auglýsendur sem við eigum í samstarfi við
   • Greinendur sem við kaupum þjónustu af
   • Greiðslumiðlarar
   • Veitendur viðbótarupplýsinga
   • Viðskiptafélagar, svo sem styrktaraðilar viðburða.

  Við söfnum eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga frá þriðja aðila:

  • Auðkenni og samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, póstfang, netfang, símanúmer, staðsetning (svo sem borg, ríki og land), notendanafn og auðkenni tækis (þar með talin vafrakökuauðkenni, auðkenni tækjaauglýsinga).
   • Lýðfræðilegar upplýsingar, eins og upplýsingar um tekjustig, aldur, kyn, kynhneigð, fæðingarland og örorkustaða.
   • Notkunar- og tækjaupplýsingar,svo sem vafur- og leitarsaga ásamt samskiptum við auglýsendur.
   • Heilsufarsupplýsingar, svo sem upplýsingar um viðbrögð við vörum Viatris sem eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum.
   • Notkunar- og tækjaupplýsingar, eins og heimsóttar vefsíður, gerð og útgáfa vafra, stilling tímabeltis og staðsetningar, gerðir og útgáfur vafraviðbóta, stýrikerfi og verkvangur, önnur tækni á tækjunum sem notuð eru til að fá aðgang að vefsíðum okkar og öppum (smáforritum), magn upplýsinga sem flutt er, staðsetningarupplýsingar (t.d. fengnar úr IP-tölu eða með GPS), og samskipti við auglýsendur.
   • Viðskiptaupplýsingar, svo sem nánari upplýsingar um vörur og þjónustu sem keypt er eða prófuð og ályktanir sem draga má af því um þann þjóðfélagshóp sem þú gætir tilheyrt.
  1. Hvers vegna meðhöndlum við persónuupplýsingar

  Tilgangur og ástæður þess að Viatris meðhöndlar persónuupplýsingar einstaklings eru mismunandi eftir tengslum okkar við einstaklinginn. Viatris meðhöndlar almennt persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi:

  • Til að stunda lögmæta viðskiptastarfsemi,þar á meðal, en ekki takmarkað við, markaðssetningu, kynningarstarfsemi, sölu til viðskiptavina, þjónustuver fyrir viðskiptavini, móttöku greiðslna, gerð samninga, gerð samninga við þriðja aðila um þjónustu, auðkenningu rannsóknaraðila fyrir klínískar rannsóknir, svikavarnir og innkaup á vörum eða þjónustu.
   • Til að dreifa framleiðsluvörum okkar, öðrum vörum eða þjónustu,þar með talið að uppfylla óskir þínar um færslur og, ef nauðsyn krefur, til að staðfesta að þú uppfyllir hæfisskilyrði ef viðkomandi framleiðsla, vara eða þjónusta er takmörkuð við ákveðna hópa.
   • Til að eiga samskipti við einstaklinga þar á meðal að svara spurningum, fyrirspurnum og kvörtunum frá viðskiptavinum, notendum og öðrum einstaklingum, svara beiðnum um framlög, styrki, góðgerðarmál eða styrki til líknarmála og að upplýsa einstaklinga um atvinnutækifæri hjá Viatris.
   • Til að veita upplýsingar og auglýsa, t.d. stafrænar auglýsingar eða bein markaðssetning, um vörur, þjónustu og framleiðsluvörur sem við teljum að geti verið gagnlegar, viðeigandi eða áhugaverðar fyrir þig.
   • Til að veita þjálfun, menntun og styrki eins og þjálfunar- og fræðsluáætlun okkar sem við veitum heilbrigðisstarfsfólki eða þar sem við bjóðum upp á styrki sem heilbrigðisstarfsfólk getur sótt um.
   • Til að meta umsóknir einstaklinga, t.d. við afgreiðslu umsóknar um starf í teymi Viatris eða við mat á því hvort veita eigi styrk.
   • Til að stunda rannsóknir og þróun, þar á meðal að bæta núverandi vörur og þjónustu og þróa nýjar.
   • Til aðafhenda, viðhalda, þróa og bæta stafrænar eignir okkar, þar á meðal vefsíður okkar, öpp (smáforrit), þjónustu og verkvang.
   • Til að viðhalda, bæta og skoða öryggi, á kerfum okkar og stafrænum eignum.
   • Til að uppfylla lagalegar skyldur, svo sem skuldbindingar varðandi rannsóknir, þróun, lyfjagát, markaðssetningu og kynningu á lyfjum og öðrum heilsuvörum, og til að svara dómstólum eða fyrirspurnum frá yfirvöldum.
   • Til að vernda réttindi okkar, þín og þriðja aðila, hagsmuni og öryggi og til að nýta og verja réttindi okkar.
   • Til að koma upp nafnlausum, afgreindum eða samsöfnuðum gagnasöfnum. Slík gagnasöfn teljast ekki „persónuupplýsingar“ samkvæmt þessari yfirlýsingu. Við getum notað nafnlaus, afgreind eða samsöfnuð gagnasöfn í hvaða tilgangi sem er.

  Í öðrum tilgangi gætum við þurft að meðhöndla persónuupplýsingar sem flokkast til viðkvæmra persónuupplýsinga eins og þær upplýsingar eru skilgreindar í viðkomandi lögsagnarumdæmi, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt og heimilt samkvæmt gildandi lögum.

  • Lýðfræðilegar upplýsingar –Við notum upplýsingar um kynhneigð þína, kynþátt, þjóðerni og fötlun af sérstökum ástæðum, svo sem þar sem nauðsynlegt er vegna klínískra prófana eða til að tryggja marktækt eftirlit með jafnrétti og skýrslugjöf eins og krafist er í lögum í sumum lögsagnarumdæmum.
   • Lífkennilegar upplýsingar – Við notum lífkenniupplýsingar af sérstökum ástæðum, svo sem þar sem nauðsynlegt er fyrir klínískar rannsóknir.
   • Heilsufarsupplýsingar – Við notum heilsufarsupplýsingar fyrir stuðningsáætlanir fyrir sjúklinga og í sumum tilfellum gætum við fengið heilsufarsupplýsingar fyrir klínískar rannsóknir og tengda starfsemi.
  1. Réttargrundvöllur fyrir meðferð (persónuupplýsinga)

  Ákveðin lögsagnarumdæmi krefjast þess að við höfum lagalegan grundvöll til að réttlæta meðhöndlun okkar á persónuupplýsingunum þínum. Þar sem við á getur lagagrundvöllurinn sem Viatris byggir tiltekna meðferð á persónuupplýsingum á verið frábrugðinn þeim lagagrundvelli sem notaður er til að réttlæta aðra meðferð á persónuupplýsingum. Viatris notar eftirfarandi lagagrundvöll til að vinna með persónuupplýsingar eins og heimilt er samkvæmt gildandi lögum:

  • Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga sem nauðsynleg er vegna samningagerðar, framkvæmdar eða efnda á samningum
   • Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga til að uppfylla laga- og reglugerðarskyldur
   • Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga sem orsakast af almannahagsmunum í lýðheilsumálum
   • Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga til að efla lögmæta hagsmuni okkar, þar með talið hagsmuni okkar af því að stunda lögmæta viðskiptastarfsemi (svo sem að bæta vörur okkar og þjónustu, til að hafa samskipti við þig, til að tryggja kerfi okkar, auk annarra lögmætra hagsmuna)
   • Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga sem byggist á samþykki þínu.

  Við getum leitað samþykkis þíns fyrir söfnun og notkun á tilteknum tegundum persónuupplýsinga þegar okkur er skylt að gera það samkvæmt lögum (til dæmis í tengslum við beina markaðssetningu okkar og notkun okkar á vafrakökum). Ef við biðjum um samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna getur þú afturkallað samþykki þitt hvenær sem er með því að hafa samband við okkur með því að nota upplýsingarnar sem er að finna í lok þessarar yfirlýsingar. Afturköllun samþykkis þíns hefur ekki áhrif á lögmæti meðferðar sem byggist á samþykki sem átti sér stað áður en það var afturkallað.

  Ef lög krefjast þess getum við fengið skýrt samþykki þitt til að safna og nota viðkvæmar persónuupplýsinga (sjá lok kafla 2 hér að ofan) um þig. Annar lagagrundvöllur fyrir vinnslu okkar á slíkum flokki upplýsinga getur verið, eins og leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum um vísindarannsóknir, í forvarnar- eða lækningarskyni vegna atvinnutengdra sjúkdóma eða á grundvelli samnings við heilbrigðisstarfsmann eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann, í samræmi við lög um ráðningu, almannatryggingar eða félagslega vernd, vegna verulegra almannahagsmuna, eða eftir því sem nauðsynlegt er til að ákvarða, nýta eða verja réttarkröfur.

  Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa okkar til að fá frekari upplýsingar um vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig.

  1. Framsal á persónuupplýsingum

  Viatris leigir ekki néselur eða deilir persónuupplýsingum um þig með óskyldum aðilum í tengslum við beina markaðssetningu þeirra nema að fengnu leyfi frá þér. Við kunnum að miðla persónuupplýsingum þínum til eftirfarandi flokka þriðju aðila án þíns samþykkis í samræmi við gildandi lög:

  • Félagar Viatris Corporate Group, þar á meðal tengd félög, dótturfélög og Viatris Inc. í Bandaríkjunum.
   • Þjónustuaðilar, sem eru aðilar sem vinna með persónuupplýsingar fyrir hönd Viatris
   • Einstaklingar með lagalegan rétt til aðgangs að persónuupplýsingum, þar á meðal, eftir því sem við á, löggæslustofnanir, leyniþjónusta, lögbær stjórnsýslu- og dómsyfirvöld og einstaklingar með löglega útgefnar stefnur, handtökuskipanir eða annars konar réttarfarsheimildir
   • Aðilar sem taka þátt í mögulegum viðskiptafærlsum, þar með talið mögulegir kaupendur og aðrir hagsmunaaðilar ef um samruna eða lagalega endurskipulagningu er að ræða, svo sem yfirtöku, samrekstur, framsal, afskipti, sölu eða gjaldþrot.

  Við gætum einnig framselt persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila eins og samfélagsmiðla og annarra vefsvæða ef þú biður okkur um að deila persónuupplýsingum þínum með slíkum síðum eða öðrum fyrirtækjum sem falla ekki í neinn af ofangreindum flokkum.

  1. Flutningur á persónuupplýsingum yfir landamæri

  Viatris starfar á heimsvísu og getur þurft, í samræmi við gildandi lög, að meðhöndlað persónuupplýsingar þínar í lögsagnarumdæmum sem ekki eru talin veita sömu vernd persónuupplýsinga og lögsagan þar sem þú átt lögheimili í.

  Þegar við flytjum persónuupplýsingar yfir landamæri innleiðum við öryggisráðstafanir til að vernda slíkar persónuupplýsingar eins og krafist er í gildandi lögum. Þessar öryggisráðstafanir geta falið í sér:

  • flutning persónuupplýsinga til viðtakenda í löndum sem eru talin veita fullnægjandi vernd persónuupplýsinga, þar með talið ef persónuupplýsingar koma frá ESB, til landa sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur veita fullnægjandi vernd persónuupplýsinga
   • gerð samninga sem innihalda samningsbundnar öryggisvarnir, svo sem stöðluð samningsákvæði, sem hafa verið samþykkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

  Þér er velkomið að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi flutning á persónuupplýsingum þínum (sjá „Hafa samband“).

  1. Gagnaöryggi og -geymsla

  Viatris hefur innleitt ýmsar tæknilegar, stjórnunarlegar, áþreifanlegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda öryggi og tryggja trúnað persónuupplýsinga. Þrátt fyrir að við gerum ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar þínar getum við þó ekki ábyrgst það að fullu að persónuupplýsingarnar sem við vinnum með haldist öruggar.

  Sé þess krafist samkvæmt lögum geymir Viatris aðeins persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla þann tilgang sem bjó að baki söfnun persónuupplýsinganna,eða í þann tíma sem gildandi lög krefjast (allt eftir því hvort er lengur).

  Við ákvörðun á viðeigandi varðveislutíma persónuupplýsinga, hefur Viatris eftirfarandi þætti til hliðsjónar:

  • Magn, eðli og hversu viðkvæmar persónuupplýsingarnar eru
   • Hugsanleg hætta á skaða vegna óleyfilegrar notkunar eða birtingar upplýsinganna
   • Í hvaða tilgangi við meðhöndlum þær og hvort við getum náð þeim tilgangi með öðrum hætti
   • Gildandi lagaskilyrði.

  Þegar geymsla og varðveisla persónuupplýsinga þinna er ekki lengur nauðsynleg í þeim tilgangi sem þeirra var safnað, eða geymsla okkar á slíkum persónuupplýsingum er ekki lengur skylda samkvæmt lögum, þá eyðum við þeim endanlega eða söfnum við þeim saman, nafnleysum, eyðum auðkennum og gerum þær ópersónugreinanlegar þannig að þær séu ekki lengur tengdar við þig.

  1. Þitt val og réttindi

  Sum lögsagnarumdæmi hafa veitt einstaklingum ákveðin réttindi í tengslum við meðhöndlun á persónuupplýsingum þeirra. Þetta er tilfellið ef þú eða dótturfyrirtæki Viatris eða tengt félag sem þú átt samskipti við er staðsett í Evrópusambandinu eða Bretlandi, þó að þessi réttindi gætu einnig verið tiltæk í öðrum lögsagnarumdæmum. Þessi réttindi eiga ekki endilega við í öllu samhengi.

  Háð gildandi lögum, gætir þú átt rétt á að:

  • óska eftir að fá að sjá þær persónuupplýsingar sem unnar eru um þig.
   • fara fram á leiðréttingu á persónuupplýsingum þínum (ef persónuupplýsingar þínar eru ónákvæmar, ófullnægjandi eða úreltar)
   • fara fram á að persónuupplýsingum um þig verði eytt
   • afturkalla samþykki þitt um meðferð (ef meðferð persónuupplýsinga þinna er á grundvelli samþykkis þíns). Vinsamlegast athugaðu að afturköllun á samþykki þínu á aðeins við um framtíðarmeðferð á persónuupplýsingum
   • mótmæla meðferð á persónuupplýsingum um þig
   • óska eftir takmörkun á meðferð persónuupplýsinga þinna
   • óska eftir flutningi á persónuupplýsingum til þín eða þriðja aðila
   • afþakka tilteknar millifærslur til þriðja aðila.

  Til að nýta rétt sem þú telur þig eiga samkvæmt gildandi lögum, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa okkar. Þú gætir þurft að auðkenna þig áður en við getum afgreitt beiðni þína (sjá einnig hlutann um upplýsingar varðandi Kaliforníu hér að neðan ef þú ert íbúi í Kaliforníu).

  Ef þú telur að okkur hafi mistekist að verða við beiðni þinni eða höfum ekki tekið á umkvörtun sem þú hefur beint til okkar, gætir þú  átt rétt á að leggja fram kvörtun til persónuverndaryfirvalda eða annars eftirlitsyfirvalds í lögsögu þinni.

  1. Upplýsingar um börn

  Við meðhöndlum ekki vísvitandi persónuupplýsingar um einstaklinga sem eru yngri en 16 ára án leyfis forráðamanns, nema þar sem gildandi lög leyfa slíka meðhöndlun. Ef þú hefur ástæðu til að ætla að við meðhöndlum persónuupplýsingar um ólögráða börn án leyfis forráðamanns, vinsamlegast láttu okkur vita á dataprivacy@viatris.com. Athugið að við ákveðnar aðstæður kunnum við að meðhöndla persónuupplýsingar ólögráða barna fyrir í sérstökum tilgangi, þ.e. fyrir sérstaka starfsemi eins og klínískar rannsóknir. Slík vinnsla er háð sérstökum stefnum og verklagsreglum, þar á meðal viðbótarupplýsingum.

   

  1. Endurskoðun þessarar yfirlýsingar

  Við getum uppfært þessa yfirlýsingu hvenær sem er. Við hvetjum þig til að skoða hana reglulega og athuga hvenær hún var síðast uppfærð, eins og fram kemur á dagsetningu fremst í yfirlýsingunni. Þegar við gerum meiriháttar breytingar á yfirlýsingunni kappkostum við að upplýsa þig með því að setja áberandi borða á vefsíðuna okkar eða upplýsum þig á annan hátt eins og lög gera ráð fyrir.

   

  1. Hafðu samband

  Til að nýta réttindi þín eða leggja fram beiðni um meðferð persónuupplýsinga þinna geturðu haft samband við okkur í gegnum:

  1. Upplýsingar varðandi Kaliforníu

  Smellið hér til að nálgast viðbótarupplýsingar sem eiga við fyrir íbúa í Kalifoníu.

  1. VIÐAUKI - listi yfir ábyrgðaraðila gagna

  Smellið hér til að sjá töflu yfir viðkomandi ábyrgðaraðila gagna og aðra ábyrgðaraðila.