• Epipen

  Vafrakökustefna Viatris

  Síðast uppfært: September 2020

  Viatris Inc., hlutdeildarfyrirtæki þess og dótturfyrirtæki (saman nefnd „Viatris“, „fyrirtæki“, „við“ og „okkar“) og þriðju aðilar innleiða stafræna eltitækni (t.d. vafrakökur, pixla, merki og álíka tækni sem saman nefnast „vafrakökur“) fyrir vefeignir sínar (t.d. fyrir vefsetur okkar og tölvupósta) af ýmsum ástæðum, þ. á m. þannig að notendum sé gert kleift að fá fram umbeðnar upplýsingar og þannig að eðlileg virkni vefsíðunnar sé tryggð.

  Þessi vafrakökuyfirlýsing („yfirlýsing“) útskýrir hvað vafrakökur eru og veitir upplýsingar um þær vafrakökur sem við notum. Yfirlýsingin útskýrir einnig val þitt m.t.t. notkunar á slíkum vafrakökum.

  1. Hvað eru vafrakökur?

  „Vafrakaka“ er lítil textaskrá sem hægt er að koma fyrir í tækinu þínu þegar þú átt samskipti við vefeignir, eins og þegar þú heimsækir vefsíður eða tekur á móti tölvupósti. Með tengingum við vefeignina seinna meir er hægt að lesa þær upplýsingar sem vafrakakan varðveitir þannig að hægt er að bera kennsl á notandann.

  „Vafrakökur fyrstu aðila“ eru vafrakökur sem sú vefeign sem þú heimsækir kemur fyrir í tækinu þínu. „Vafrakökur þriðju aðila“ eru vafrakökur sem þriðji aðili kemur fyrir í tækinu þínu þegar þú heimsækir þá vefeign.

  „Varanlegar vafrakökur“ eru vafrakökur sem ekki eyðast sjálfkrafa úr tækinu þegar þú lokar vafranum þínum eða tæki. Aftur á móti eyðast „tímabundnar vafrakökur“ þegar þú lokar vafranum þínum eða tæki. Sem notandi sem hefur komið áður á vefsetrið þá gera varanlegar vafrakökur vefsetrinu það mögulegt að „muna“ hluti um þig, t.d. það hvaða tungumál þú velur.

  Viatris getur safnað upplýsingum um þig með hjálp frá vafrakökum. Við biðjum þig að lesa alþjóðlega upplýsingaöryggis- og persónuverndaryfirlýsingu okkar til að fá nánari upplýsingar um hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar, þ.m.t. persónuupplýsingar sem vafrakökur safna sjálfvirkt.

  1. Hvaða vafrakökur notar Viatris?

  Vefsetrin okkar, forritin, tölvupóstar og önnur stafræn þjónusta („vefeignir“ okkar) geta notað bæði vafrakökur fyrstu aðila og vafrakökur þriðju aðila. Þessar vafrakökur sinna mörgum hlutverkum og yfirleitt er hægt að flokka þær sem:

  Nauðsynlegar vafrakökur

  Nauðsynlegar vafrakökur gera kjarnastarfsemi vefeigna okkar mögulega, t.d. öryggi, kerfisstjórn, notendasamþykki og aðgengi. Ef ekki væri fyrir þessar vafrakökur hefðir þú ekki aðgang að vefeignum og tengdri þjónustu, eins og að vafra sem skráður notandi eða til að kaupa þjónustu eða vöru. Þú getur þó stillt vafrann þinn þannig að hann hafni þessum vafrakökum en það mun þá hafa áhrif á það hvernig vefeignirnar okkar virka.

  Forgangsvafrakökur

  Forgangsvafrakökur safna upplýsingum svo að vefeignin muni eftir vali þínu, s.s.tungumáli eða því svæði sem þú ert á. Forgangsvafrakökur gefa okkur möguleika á að sérsníða virkni og veita þér betri upplifun þegar þú vafrar um vefeignirnar okkar. Ef þess er krafist með lögum fáum við samþykki frá þér áður en við komum forgangsvafrakökum fyrir í tækinu þínu.

  Greiningarvafrakökur

  Greiningarvafrakökur eru eingöngu notaðar til innri rannsókna á því hvernig við getum bætt þjónustu við notendur. Greiningarvafrakökur meta hvernig þú átt nafnlaus samskipti við vefeignir okkar og safna ekki persónugreinanlegum upplýsingum, þ.e. upplýsingum sem gera það mögulegt að bera kennsl á þig. Ef þess er krafist með lögum fáum við samþykki frá þér áður en við komum greiningarvafrakökum fyrir í tækinu þínu.

  Auglýsingavafrakökur

  Auglýsingavafrakökur styrkja markaðssetningar- og auglýsingaaðgerðir okkar með því að gera betri markmiðssetningu mögulega fyrir markaðssetningu og auglýsingar, sem og að mæla árangur af auglýsingunum okkar. Ef þess er krafist með lögum fáum við samþykki frá þér áður en við komum auglýsingavafrakökum fyrir í tækinu þínu.

  1. Svona stjórnar þú vafrakökum

  Með tilliti til gildandi laga getur þú átt rétt á að velja hvort ákveðnar vafrakökur eru notaðar meðan á heimsókn þinni stendur. Ef þú vilt ekki að vefeignir okkar noti vafrakökur biðjum við þig að fylgja leiðbeiningunum í vafrakökuborðanum sem sést á vefsíðunni þegar þú opnar hana. Höfnun eða eyðing á vafrakökum úr vafranum þínum getur haft áhrif á aðgengi og virkni vefeigna okkar og þar með því viðmóti sem þú færð sem notandi. Það er mögulegt að það þurfi að uppfæra stillingarnar þínar fyrir hvern og einn vafra, tæki, lén eða vefeign sem þú heimsækir.

  Fyrir nánari upplýsingar um vafrakökur þar sem þú getur m.a. séð hvaða vafrakökur eru á tækinu þínu og hvernig þú stjórnar og eyðir þeim, er hægt að fara á www.allaboutcookies.org.

  Í Evrópulöndum er einnig hægt að fara á www.youronlinechoices.eu til að velja tilteknar vafrakökur. Í Bandaríkjunum getur þú líka farið á valsíðu Network Advertising Initiatives á http://optout.networkadvertising.org/?c=1 til að fá frekari upplýsingar um hvernig þú hafnar eða eyðir tilteknum áhugamiðuðum auglýsingavafrakökum frá þriðja aðila.

  1. Endurskoðun þessarar yfirlýsingar

  Yfirlýsing þessi er endurskoðuð og uppfærð reglulega. Við hvetjum þig til að skoða hana reglulega og athuga hvenær hún var síðast uppfærð, eins og fram kemur á dagsetningu fremst í yfirlýsingunni. Þegar við gerum meiriháttar breytingar á yfirlýsingunni þá upplýsum við þig með því að setja áberandi borða á vefsíðuna okkar eða eins og lög krefjast.

  1. Spurningar?

  Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi notkun okkar á vafrakökum er hægt að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar með því að senda tölvupóst á dataprivacy@Viatris.com, senda bréfpóst til Head of Global Privacy, 1000 Mylan Boulevard, Canonsburg, PA 15317, USA, eða nota hjálparlínu Viatris í gegnum símanúmerið sem gefið er upp á https://www.tnwgrc.com/Viatris/newdial2.htm.